FORNAR KVENRADDIR í Laxdalshúsi fimmtudaga og laugardaga í ágúst.

Fimmtudaga kl. 18 og 20 og laugardaga kl. 16 og 18 eru sögustundir með þeim Þórunni hyrnu á fyrri tímanum og Heiði völvu á seinni.
 
Það er tilvalið að bregða sér af bæ, kynnast sögu þessara fornu kvenna örlítið og fá sér á milli atriða bita af smáréttamatseðli Laxdalshúss. Laxdalshús er elsta hús Akureyrarbæjar, fallegt hús með ljúfhrjúfa sál.
Hvor sögustund er rúmur hálftími og svo er smáspjall á eftir þannig að hvor dagskrá er u.þ.b. klukkutími.  Verð á hvora sýningu er kr.1500 en 2500 á báðar sýningarnar.
Fastir sýningartímar í ágúst verða á fimmtudögum kl.18 og 20 og auk þess laugardaga kl.16 og 18. Auk þess geta hópar bókað sérsýningar hvort sem er á íslensku eða ensku, aðra sögustundina eða báðar.
Af matseðlinum get ég hiklaust mælt með bláskelinni sem er mitt uppáhald ásamt hrossakjötsþynnunum ... en auk þess er sjávarréttasúpan alltaf ljúffeng og plokkfiskurinn skemmtilegur og svo margt annað. Þá er hægt að fá sér kökubita og kaffi, te eða kakó... ef það hentar betur. 
Sjá nánar um kvennaraddir fortíðar á heimasíðu Vanadísar www.vanadis.is
Valgerður H. Bjarnadóttir
Vanadís - rætur okkar, draumar og auður
Auður Valgerðar ehf.
AkureyrarAkademíunni
Þórunnarstræti 99
600 Akureyri
 mailto:vanadis@vanadis.is
www.vanadis.is
sími 895 3319
 

Mardöllur í Gásakaupstað 17.-20.júlí 2010

Gásir við Eyjafjörð eru einstakur staður 11 km norðan við Akureyri. Gásakaupstaður, verslunarstaður frá miðöldum eru friðlýstar fornleifar í umsjón Fornleifaverndar ríkisins.   Á staðnum má sjá einstakar rústir þessa forna kaupstaðar sem voru við lýði allt frá 12.öld og jafnvel allt að því að verslun hófst á Akureyri á 16. öld.  sbr. : http://gasir.is

Margar Mardöllur munu vera þar á staðnum og endurvekja líf, handverk og dagleg störf kvenna í kaupstaðnum og þar munu þær vinna og sýna; málm, ull, leir, bein, horn, skinn og Völvan verður að störfum, svo eitthvað sé nefnt.

gasir

Gasir


TENGJA - myndverk eftir Hrefnu Harðardóttur

TENGJA

-Myndverkið samanstendur af tólf ljósmyndum af konum sem eru búsettar við Eyjafjörð og eru allar virkar í menningarlífi Akureyrar. Myndirnar eru svart/hvítar með einum lit þar sem við á og þær eru rammaðar inn af efnisvafningum með vísun í menningu kvenna.

-Hver kona valdi sér einn hlut sem tengist þeim á einhvern hátt, eitthvað sem þeim þykir vænt um, eða hafa fundið, fengið gefins eða haft áhrif á þær.

-Konurnar tengjast einnig bæði innávið og útávið sem vinkonur, frænkur, mæðgur, vinnufélagar, kollegar, kórfélagar og sem sterkir og litríkir einstaklingar í sínu umhverfi. 

-Einnig kemur úr ljósmyndabók af sýningunni og getur fólk pantað hana beint hjá Hrefnu.

 

 

Hrefna Harðardóttir stundaði nám á myndlistarbraut MA (stúdent 1989) og útskrifaðist frá Leirlistardeild MHÍ eftir nám árin 1992-95  og lauk B.Ed kennaranámi frá Listaháskóla Íslands 2007.

Hún hefur sótt mörg námskeið í grafík, ljósmyndun og leirlist í Frakklandi, Ítalíu, Ungverjalandi, Danmörku og Englandi og haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum víða um land og erlendis. Hún er félagi í Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Myndlistarfélaginu og Leirlistarfélagi Íslands. Hrefna starfar á eigin verkstæði í Listagilinu Akureyri.

 

Nánari upplýsingar veitir Hrefna í síma 862 5640 eða tölvupósti: hrefnah@simnet.is

Einnig á heimasíðu Hrefnu: http://www.simnet.is/hrefnah

 


Fornar sagnir og spár í Laxdalshúsi

Kvennaraddir fortíðar varpa ljósi á rætur okkar í elsta húsi Akureyrar
Valgerður H. Bjarnadóttir í hlutverki völvunnar Heiðar og Þórunnar hyrnu
 
Sögustund undir súð í Laxdalshúsi, þar sem farið verður á fund við konur sem tengjast fornum rótum Íslendinga.  Hvor sögustund er klukkutími.
 
Vanadís hefur nú tekið höndum saman við aðstandendur Laxdalshúss og stendur fyrir sögustundum í sumar þar sem fornar kvennaraddir þeirra Þórunnar hyrnu og völvunnar Heiðar hljóma aftur eftir meira en þúsund ár.
 
Þórunn segir eigin sögu og sögu síns tíma, Heiður segir söguna sem sett er fram í Völuspá og fyllir í skörðin.
 
Gaman væri að sjá þig í á Söguloftinu í Laxdalshúsi einhvern tíma í sumar.
 
Meðfylgjandi er yfirlit yfir tímasetningar sögustundanna næstu daga, en fljótlega verða settir niður fastir tímar og verða þeir auglýstir á heimasíðunni minni www.vanadis.is  Fylgstu með.
 
Sögustundirnar eru hluti af viðburðaröð Mardallar, Vitið þér enn – eða hvað?
Valgerður H. Bjarnadóttir
Vanadís - rætur okkar, draumar og auður
 
Auður Valgerðar ehf.
AkureyrarAkademíunni
Þórunnarstræti 99
600 Akureyri
 
mailto:vanadis@vanadis.is
www.vanadis.is
sími 895 3319

Sogusetrid


LISTASUMAR 2010 á Akureyri

Arna G. ValsdóttirListasumar á Akureyri er listahátíð sem stendur frá Jónsmessu til afmælis Akureyrarbæjar (19. júní - 29. ágúst) og er þetta í 18. sinn sem hún er haldin. Margir viðburðir á hátíðinni eru í höndum Mardallarsystra og mörg fjölbreytt atriði sem vert er að skoða og njóta. Áhugasömum er bent á að skoða bækling Listasumars sem liggur frammi um allan bæ, t.d. upplýsingamiðstöð ferðamanna eða skoða vefsíðuna sem er : http://www.listagil/akureyri.is

Ein af atburðum opnunardagsins var sýning í Gömlu gróðrarstöðinni í Innbænum en þar flutti Arna G. Valsdóttir sönggjörninginn : gróandi, grær....græða....

Verið velkomin á dagskrá sumarsins. Hlökkum til að sjá ykkur.


Yndisferðir 2010

Sælar kæru systur,
Hér eru upplýsingar um Yndisferðir sumarsins.
Kíkið líka á www.skidadalur.is en þar eru einnig upplýsingar um dagsferðirnar sem í boði eru.
Sjáumst í náttúrunni:)

Anna Dóra Hermannsdóttir
yogakennari og leiðsögumaður
Klængshóli í Skíðadal
621 Dalvík
skidadalur.is
skidadalur@skidadalur.is
s. 466 1519/894 7788

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Heiður – seið hún kunni

Vanadís býður nú í júní upp á námskeiðið
 
Heiður – seið hún kunni
Grunnnámskeið um sjamanisma fyrir 21. öldina
Leiðbeinandi: Valgerður H. Bjarnadóttir
Tími: miðvikudagar 2., 9., 16., 23. og 30.júní, kl.18 – 21
Staðsetning: Akureyri og nágrenni
Námskeiðið er 15 klst. – Verð kr. 20.000.-
 
Skráning og nánari upplýsingar í vanadis@vanadis.is og í síma 895 3319
Einnig er hægt að skrá sig og sjá fleira um námskeiðið og aðra starfsemi Vanadísar á www.vanadis.is
 
Áætlað er að bjóða einnig upp á þetta námskeið víðar um land í sumar og haust.
Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að fá námskeiðið í þitt hérað
 
Valgerður H. Bjarnadóttir
Vanadís - rætur okkar, draumar og auður
 
Auður Valgerðar ehf.
AkureyrarAkademíunni
Þórunnarstræti 99
600 Akureyri


Sláturhús hjartans

anna ric mynd

Laugardaginn 15. maí n.k. verður frumfluttur dansgjörningurinn “Sláturhús hjartans” í listrými Verksmiðjunnar á Hjalteyri við Eyjafjörð. Sýningin hefst kl. 17:00.
Höfundar verksins eru Anna Richards dansgjörningalistakona og Sigurbjörg Eiðsdóttir myndlistakona.

Flytjandi verksins er Anna Richards en í verkinu koma fram, auk Önnu, Hallgrímur J. Ingvason tónlistamaður, Helga Rós Indriðadóttir sópransöngkona, Sigurður Hólm Sæmundsson björgunarsveitamaður og Karlakór Dalvíkur undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Flytjandi verksins er Anna Richards en í verkinu koma fram, auk Önnu, Hallgrímur J. Ingvason tónlistamaður, Helga Rós Indriðadóttir sópransöngkona, Sigurður Hólm Sæmundsson björgunarsveitamaður og Karlakór Dalvíkur undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Sviðsstýra og ljósmóðir verksins er Lene Zachariassen.

Í verkinu er fjallað um ferðalag mannveru innan völundarhúss hjarta síns og þau átök  sem þar eiga sér stað og leiða hana í gegnum ferli ástríðna, uppgjafar, ótta, skilnings og umbreytinga.

Umgjörð verksins er unnin inn í rými gömlu síldarbræðslunnar á Hjalteyri og er áhorfendum frjálst að færa sig til í rýminu á meðan á flutningi verksins stendur því einnig er hægt að fylgjast með verkinu af annarri hæð hússins.
Tónlist í verkinu er að hluta frumsamin og flutt sem spunaverk þar sem dansari og tónlistarmenn spinna saman.

Rúta fer frá Listasafninu á Akureyri kl. 16:30
Enginn aðgangseyrir.
Kaffi Lísa á Hjalteyri er opið.

Verkið hlaut styrk frá Leiklistarráði Íslands og Menntamálaráðuneyti 2010 og frá Menningarráði Eyþings.

www.verksmidjan.blogspot.com

Nánari upplýsingar gefur Anna í síma 863 1696


Vitið þér enn - eða hvað? Norrænn styrkur til ráðstefnu 2011

Mardöll hefur fengið vilyrði fyrir norrænum styrk, 100 þúsund dönskum krónum, til að halda fjölþjóðlega ráðstefnu á Sumarsólstöðum 2011, í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Ráðstefnan er hápunktur viðburðaraðarinnar Vitið þér enn - eða hvað? sem er framlag Mardallar til að koma á sterkari tengingu við kvenviskuna sem býr í rótum okkar.

Viðburðaröðin sem hófst vorið 2009 heldur áfram í sumar og haust, með ótal spennandi viðburðum, námskeiðum, uppákomum, sýningum og þingum.

Ráðstefnan, sem einnig verður spennandi listviðburður, verður undirbúin í samvinnu við ýmsa aðila hérlendis og erlendis. Nú þegar er komið á samstarf við AkureyrarAkademíuna, Jafnréttisstofu, Handraðann, Norrænu upplýsingaskrifstofuna og Listasumar hérlendis og nokkrar fræðikonur, listakonur og menningarfrömuði á Norðurlöndum, en áætlað er að efna til enn víðara samstarfs á næstu vikum og mánuðum.

Fylgist með framvindunni hér á síðunni.


Aska í Öskju í gallerí BOX, Akureyri

Mardallarfreyjan Hrefna Harðardóttir, leirlistakona er þátttakandi í samsýningu Leirlistafélags Íslands sem nú stendur yfir í galleri BOX, Listagili á Akureyri. Sýningin ber yfirskriftina "Aska í Öskju" og sýnir fjölbreyttar gerðir af duftkerjum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband