27.9.2010 | 16:21
Þankastrokkur á Reykjum í Fnjóskadal um helgina
Þankastrokkur var haldinn í Fnjóskadal í kjölfar fulls tungls og haustjafndægra, 24.-25.sept.
16 konur og karlar leyfðu hugsunum að fljúga, létu sig dreyma um forna visku og bjarta framtíð, þar sem forn viska er nýtt til að koma á jafnvægi á ný, milli manneskju og náttúru, milli karla og kvenna af ólíkum uppruna. Afraksturinn (Þankasmjörið) mun næra Norðlendinga og vonandi sem flesta aðra Norðurálfubúa (og jafnvel Suðurálfu líka) næstu mánuði og ná hápunkti með fjölþjóðlegum Fólkvangi: Vitið ér enn - eða hvað? Samtal um rætur, sem verður á Akureyri og nágrenni 19. - 21. júní 2011.
Verkefnið er samstarf Mardallar, AkureyrarAkademíunnar, Jafnréttisstofu, Norrænu upplýsingaskrifstofunnar, Handraðans, Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili og fleiri, og fjallar um að leita að, skilgreina, rýna í og spinna úr og nýta menningararfinn sem gleymdur er... og vinna að því að viðhalda ýmiss konar mikilvægri þekkingu sem er að glatast.
Hugmyndin fæddist í hópi nokkurra Mardallarsystra snemmsumars 2008 á opnunarhátíð sýningarinnar Farfugl-Staðfugl og var farið af stað með viðburðaröð undir yfirskriftinni Vitið þér enn eða hvað? vorið 2009 (sjá ýmislegt um þá röð hér á síðunni).
Þau sem unnu saman í Þankastrokkinum á Reykjum um helgina komu úr ýmsum áttum, eru á ólíkum aldri og tengjast fræðum, listum og iðju ýmiss konar, enda voru hugmyndirnar frjóar.
Verkefnið er styrkt af Menningarsjóði Eyþings og ýmsum fleirum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2010 | 00:58
Uppskeruhátið Mardallar í Fífilbrekku, september 2010
Þann 18. september 2010 héldu Mardöllur uppskeruhátið í Fífilbrekku, "í landi Höddu" eins og margar félagskonur kalla það. Skiljanlega voru ekki allar félagskonur viðstaddar Uppskeruhátíðina þar sem flestar eru störfum vaxnar langt upp fyrir axlir á öðrum vettvangi. En það kom ekki í veg fyrir að þessi einstaka samkoma yrði haldin af þeim sem áttu heimangengt þennan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2010 | 17:43
HAUSTDAGSKRÁ 2010 Í VIÐBURÐARÖÐINNI
28. ÁGÚST 12. SEPTEMBER
RABBABARI, sýning Guðrúnar Höddu Bjarnadóttur og Önnu Sigríðar Hróðmarsdóttur í Ketilhúsinu, Listagili, Akureyri. Opið alla daga nema mánudaga kl. 13-17.
21.SEPTEMBER
DRAUMAR - AUÐUR SVEFNSINS. Námskeið á vegum Vanadísar á Akureyri. Leiðbeinandi Valgerður H. Bjarnadóttir. Skráning og nánari upplýsingar á www.vanadis.is og vanadis@vanadis.is
18. SEPTEMBER kl. 13:00-17:00
UPPSKERUHÁTÍÐ MARDALLAR í Fífilbrekku, Eyjafjarðarsveit
29.SEPTEMBER
ÁRSFUNDUR MARDALL í AkureyrarAkademíunni
14. SEPTEMBER kl. 16:30-18:00
YOGA OG FRÆÐSLA FYRIR BARNSHAFANDI KONUR í Orkulundi heilsumiðstöð, Viðjulundi 1, Akureyri. Verður á þriðjudögum og fimmtudögum á fyrrgreindum tíma í vetur. Kennarar: Anna Dóra Hermannsdóttir, yogakennari og Sigfríður Inga Karlsdóttir, ljósmóðir ásamt gestafyrirlesurum. Skráning hjá Önnu Dóru s. 894-7788 og annadorah@gmail.com
16. SEPTEMBER kl. 18:15-19:30
OPNIR YOGATÍMAR í Orkulundi heilsumiðstöð, Viðjulundi 1, Akureyri. Tímarnir henta öllum sem einhverja reynslu hafa. Skráning hjá Önnu Dóru s. 894-7788 og annadorah@gmail.com
16. SEPTEMBER 14. OKTÓBER
LÍFSVEFURINN - SJÁLFSSTYRKING fyrir konur á Akureyri í samvinnu við Símenntun HA. Leiðbeinandi Valgerður H. Bjarnadóttir. Skráning og nánari upplýsingar á www.vanadis.is og vanadis@vanadis.is
19. SEPTEMBER 12. OKTÓBER
HEIÐUR SEIÐ HÚN KUNNI, grunnnámskeið um sjamanisma fyrir 21. öldina í Dalsá, Mosfellsdal. Leiðbeinandi Valgerður H. Bjarnadóttir. Skráning og nánari upplýsingar á www.vanadis.is og vanadis@vanadis.is
24. - 25. SEPTEMBER
Vitið þér enn - eða hvað? Samtal um rætur. Þankastrokkur
30. SEPTEMBER
YOGA OG JURTIR, námskeið hefst fyrir konur 40 ára plús í Orkulundi heilsumiðstöð, Viðjulundi 1, Akureyri. Skráning hjá Önnu Dóru s. 894-7788 og annadorah@gmail.com
12. NÓVEMBER kl. 16:00
GRÝLUKERTI. Hrefna Harðardóttir opnar einkasýninguna margnota leirverk á Skörinni, Fógetahúsinu, Aðalstræti 10, Reykjavík. Sýningin stendur til 1. desember
Bloggar | Breytt 11.9.2010 kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2010 | 17:13
Rabbabari í ýmsum myndum.
Listsýningin Rabbabarinn opnaði í Ketilhúsinu, Akureyri á Akureyrarvöku 28. ágúst sl.
Guðrún Hadda Bjarnadóttir og Anna S. Hróðmarsdóttir sýna þar rabbabarann í málverkum, myndverkum, vefnaði og leirmunum.
Hér er á ferðinni einstök sýning, þar sem rabbabari er viðfangsefnið í allri hugsanlegri og óhugsanlegri mynd, s.s. þurkaður rabbabaraskúlptúr á vegg, ofinn rabbabari í hör, dúkar, teppi og uppskriftabækur, málverk og ljósmyndir af rabbabara, leirílát í litum rabbabarans undir afurðir rabbabarans s.s. saft, grauta og sultur og fleira og fleira.
Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17 og stendur til 12. september.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2010 | 21:37
YndisYoga
Er að byrja með nýtt námskeið: Yoga og jurtir fyrir konur fjörutíu plús
en það er sérstaklega ætlað fyrir allar konur sem eru að stíga inn í nýtt og
spennandi æviskeið eða eru nú þegar á því ferðalagi.
Þætti vænt um að sjá ykkur sem flestar í vetur á yogamottunni.
Anna Dóra Hermannsdóttir
yogakennari og leiðsögumaður
Klængshóli í Skíðadal
621 Dalvík
skidadalur.is
skidadalur@skidadalur.is
s. 466 1519/894 7788
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2010 | 11:22
Mardöllur í Hofi.
Mardöllur bregða sér í margra kvikinda líki og frá og með föstudag kl. 17 verður hægt að sjá myndverk eftir um átta myndlistarkonurnar úr félagsskapnum á veggjum nýja menningarhússins HOF sem er í miðbæ Akureyrar.
Á kynningunni eru verk eftir rúmlega 60 listamenn úr Myndlistarfélaginum sem sannarlega endurspegla þann margbreytileika sem myndlistin felur í sér. Velkomin á kynningu Myndlistarfélagsins í Hofi föstudaginn 27. ágúst kl. 17:00.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2010 | 20:38
Valgerður Hjördís í viðtali á N4 sjónvarpstöðinni á Akureyri.
Meðfylgjandi er slóð á viðtal sem haft var við Valgerði H. Bjarnadóttur. Hún var fyrsta forstöðufreyja Mardallar en er nú í stjórninni. Í viðtalinu er komið inná störf hennar og verkefni sem hún og auk þess Mardallarkonur eru þátttakendur í.
http://www.n4.is/tube/file/view/1158/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2010 | 20:29
Draumar – auður svefnsins
Draumar eru elsta listgrein mannskyns, Jorge Lois Borges
Örnámskeið (4 klst): Þriðjudaginn 31. ágúst kl.18 22
Okkur dreymir öll, í hvert sinn sem við sofum.
Örnámskeiðið er kynning á hlutverki og eðli drauma og hvernig vinna má með eigin drauma til að öðlast aukna sjálfsþekkingu, lífsfyllingu og þroska. Kynntar eru einfaldar aðferðir sem geta nýst vel til að muna, rifja upp og vinna með drauma.
Ítarlegt námskeið(12 klst): Þriðjudaga 7. til 28. sept kl.18 21
Á lengra námskeiðinu er fjallað dýpra um hlutverk og eðli drauma og hvernig vinna má með eigin drauma og annarra til að öðlast aukna sjálfsþekkingu, lífsfyllingu og þroska. Á námskeiðinu er unnið í hópum og pörum og þátttakendur tileinka sér ýmsar aðferðir sem geta nýst vel til að muna, rifja upp og vinna með drauma í einkalífi og starfi. Rýnt er í táknmál draumanna og hugmyndir og kenningar um drauma allt frá formæðrum okkar og feðrum og frumbyggjum jarðar, til arftaka þeirra Freud og Jung.
Námskeiðin eru haldin í AkureyrarAkademíunni, Þórunnarstræti 99, Akureyri
Verð kr. 6.000 (4 klst) og 18.000 (12 klst)
Nánari upplýsingar um námskeið Vanadísar á www.vanadis.is
Skráning á vanadis@vanadis.is og í síma 895 3319
Valgerður H. Bjarnadóttir
Vanadís - rætur okkar, draumar og auður
Auður Valgerðar ehf.
AkureyrarAkademíunni
Þórunnarstræti 99
600 Akureyri
tölvupóstur : vanadis@vanadis.is
www.vanadis.is
sími 895 3319
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2010 | 22:56
Húsmæður og heimasætur - Skeið í Svarfaðardal.
Laugardaginn 7. ágúst kl. 14.00-17.00 opna Guðrún Pálína Guðmundsdóttir myndlistarkona og Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur sýninguna Húsmæður og heimasætur að gistiheimilinu á Skeiði í Svarfaðardal. Kveikjan að sýningunni var sú að ömmur þeirra beggja bjuggu samtíða að Skeiði fyrir um hundrað árum. Í sýningunni er þessum formæðrum gerð skil, en núverandi húsmóðir og heimasæta koma líka fyrir. Kaffi og kökur verða til sölu á opnuninni. Allir eru velkomnir.
Sýningin mun standa fram á haust og er þá opið samkvæmt samkomulagi við Myriam Dalstein á Skeiði.
Gistihúsið Skeið
Svarfaðardal
621 Dalvík
++354 - 466 1636
++354 - 866 7036
www.thule-tours.com
www.travel2dalvik.com
www.dalvik.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2010 | 11:25
Heiður - seið hún kunni
Dvalið í rúman sólarhring í faðmi fjalla og skóga innst í Fnjóskadal,
þar sem rýnt verður í hin fornu fræði og tengslin við náttúruna og okkur sjálf dýpkuð.
Leiðbeinandi: Valgerður H. Bjarnadóttir
Tími: 9. 10. ágúst
Verð kr. 25.000
Ef þú hefur áhuga geturðu sent tölvupóst á vanadis@vanadis.is
eða hringt í 895 3319
Einnig eru nánari upplýsingar á www.vanadis.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)