Guðrún Hadda opnar sýningu á café Uglan í Fnjóskadal

image001

Velkomin á sýninguna mína á café Uglu, sem opnar kl. 14.00 þ. 14. júní. Ég mun tala um hugmyndirnar á bak við sýninguna, kl 15.00. „Verkkunnátta og verklag er þjóðararfur. Ber okkur að varveita hann?“.
Sýningin stendur í rúmlega tvær vikur. 


Komdu, fáðu þér kaffi/te, safa og eitthvað gott með .. og njóttu fegurðarinnar í Fnjóskadal þar sem hið spennandi kaffihús, Uglan er staðsett í gamla skólahúsinu Skógum, við gamla Vaðlaheiðarveginn.

Með kveðju  Guðrún Hadda Bjarnadóttir. 

Uglan - Skógum í Fnjóskadal
sími 895-3319
uglan@vanadis.is 


Uglan - kaffihúsið Skógum í Fnjóskadal

Nú skiptir Vanadísin um gír, gerir örlítið hlé á námskeiðum og ráðgjöf og opnar kaffihús með blandi af gómsætum kökum, áhugaverðum bókum, nýbökuðu brauði, listsýningum, spennandi súpum, nýtíndu tei og sterku kaffi, sögum og söng. Kaffihúsið opnar fimmtudaginn 14.júní kl. 14 með listsýningu Guðrúnar H. Bjarnadóttur ARFUR, söng og sögum. Þá verður hægt að bragða á brauði og kökum sem verða á matseðlinum í sumar og glugga í bækur, en Uglan er eins konar bókakaffihús, enda staðsett í menningarmiðstöð. Í Skógum voru áður bæði símstöð (og þar með miðstöð) sveitarinnar og heimavistarskóli. Skólinn var rekinn allan veturinn í 40 ár og hætti ekki fyrr 1972 þegar Stóru-Tjarnarskóli tók til starfa. Uglan heldur arfinum lifandi með ýmsum hætti. Húsfreyja og aðalkokkur er Valgerður H. Bjarnadóttir, en hún fær til liðs við sig listafólk á sviði matar- og kökugerðar, handverks, tónlistar og annarra jarðarinnar og andans lista.

Uglan kaffihús er opin Þriðjudaga til fimmtudaga kl.14 - 18 Föstudaga og laugardaga kl.14 - 22 Léttur kvöldverður frá kl.18 Sunnudaga kl.10 - 18 Árbítur frá kl.10 - 14

Hafið samband í síma 895 3319 eða netfangið uglan@vanadis.is á www.visiticeland.com getið þið fundið leiðina í Skóga, sem er við endann á gamla Vaðlaheiðarveginum, eða um mínútu akstur frá þjóðvegi 1 rétt við Fnjósskogar_vor2kárbrúna. Sláið inn Uglan og þið fáið kort með staðsetningu.


Yndisferðir

yndisferdir

Þetta eru Yndisferðir sumarsins kæru  vinir : 

- Konur sækja kraft til fjalla -

- Yndisferð um undraheima Jökulsárgljúfra -
- Yndisferð í Skíðadal - 

 


Mardallarkonur enn í fullu fjöri!!

Aðalfundi og auka-aðalfundi Mardallar er nú lokið og ný stjórn hefur tekið til starfa.
Hún samanstendur af Kristínu, Guðrúnu og Þóru.  Nánar um það á næstu dögum 

Vefsíðunni mardoll.is hefur verið lokað og mun þessi síða mardoll.blog.is verða áfram virk til að kynna starfsemi Mardallarkvenna.

 


Mardöll hefur fengið eigin vefsvæði.

Mardöll félag um menningararf kvenna hefur opnað eigin vefsíðu,
þar sem hægt er að skoða allar upplýsingar um líf og störf Mardallar-kvenna
og viðburði sem þær standa fyrir:

 http://www.mardoll.is/

Bestu kveðjur.


Jólabazarinn “Undir Kerlingu”

Jólabazarinn “Undir Kerlingu” í landi Fífilbrekku, Eyjafjarðarsveit verður haldinn laugardaginn
20. nóv. kl. 13.00 – 17.00.

Boðið upp á ýmiss konar listmuni, gómsæta vöru, uppákomur og draumaspeglanir í fallegu umhverfi. Forn vöruskipti verða í heiðri höfð.

Jólabazarinn er haldinn í samstarfi við Mardöll – félag um menningararf kvenna
Nánari upplýsingar hjá Höddu í síma 8998770 og hadda@simnet.is

Við erum undir berum himni, svo klæðið ykkur samkvæmt því.

GRÝLUKERTI - Hrefna Harðardóttir

Opnuð verður sýningin GRÝLUKERTI, Á skörinni, föstudaginn 12. nóvember kl. 16-18.
Á sýningunni má sjá margnota leirverk, innblásin af grýlukertum.
Grýla og grýlukerti eru forvitnileg hugtök sem hafa ýmsar merkingar í hugum bæði barna og fullorðinna. Hrefna skoðar þær merkingar sem og notagildi hlutarins og hefur handgert leirverk útfrá þeim pælingum.

Grýlukerti veggspjald

 Hrefna Harðardóttirkertastjakar

 

 

 

 

 

 

 

 

Um Grýlu: Valgerður H. Bjarnadóttir (MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu) segir:  Ég leyfi mér að fullyrða að Grýla og synir hennar eigi sér mun dýpri rætur en almennt er talið og að hún sé tákngerfingur Vetrarsólhvarfanna og synir hennar tákn fyrir mánuðina 13 (tungl kvíknar þrettán sinnum á einu ári). 
Hún étur börn, enda var þessi tími árs sá erfiðasti í kuldum og hungri og eflaust mörgu barninu erfiður.
Grýlan er þegar allt kemur til alls, tákn myrkursins, sem getur af sér ljósið... og nú þegar myrkrið og kuldinn eru okkur ekki lengur lífshættuleg og ekki lengur talið tilhlýðilegt að hræða börn á óvættum, getum við ef til vill nýtt okkur Grýlu á nýja vegu... sem Gyðju myrkurs, Móður ljóssins.

Hrefna Harðardóttir stundaði nám á myndlistarbraut MA og útskrifaðist frá Leirlistardeild MHÍ eftir nám árin 1992-1995. Hún hefur sótt mörg námskeið í grafík, ljósmyndun og leirlist í Frakklandi, Ítalíu, Ungverjaland, Danmörkui og Englandi og haldið einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum víða um land og erlendis. Hún er félagi í Sambandi Íslenskra Myndlistarmanna, Myndlistarfélaginu og Leirlistarfélagi Íslands og starfar á eigin verkstæði í Listagilinu á Akureyri.
HrefnaH: sími 862-5640 og tölvupóstur hrefnah@simnet.is.

Á Skörinni, er á efri hæð í Fógetahúsinu/Kraum Aðalstæti 10, í miðbæ Reykjavíkur.
Sýningin stendur til 1. desember 2010.
Opnunartími er alla virka daga frá kl. 9-18 og um helgar frá kl. 12-17.
Upplýsingar í síma 551 7595, í tölvupósti : handverk@handverkoghonnun.is


Snagar línur á vegg

Guðrún Hadda Bjarnadóttir Mardallar-systir, opnaði sýninguna “Snagar línur á vegg” á Café Karólínu laugardaginn 6. nóvember kl. 15:00. Sýningin stendur til 3. desember og eru allir velkomnir.
Guðrún Hadda nam vefnað við KomVox í Svíþjóð 1981-83 og við Eskilstuna folkshöskola 1986-87. Hún stundaði nám í málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri 1987-91 og í kennaradeild Listaháskóla Íslands 2006-07.
Hún hefur rekið ásamt öðrum vinnustofur og gallerí og tekið þátt í fjölda samsýninga og einkasýninga í gegn um árin. Hún segir um sýninguna á Karólínu: 
"Herðatré breytast í snaga sem mynda línur á vegg. Línuteikning, handverk, nytjalist, list eða endurnýting? Gestir hanga á veitingahúsi eftir að hafa hengt yfirhöf á snaga."
SnagasýningGuðrún Hadda Bjarnadóttir
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Hadda í síma 899-8770 og í tölvupósti: hadda@simnet.is
Café Karólína er opin frá kl. 17 og fram eftir nóttu alla daga nema laugardaga þá er opið frá kl. 15.
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Örþingið: Vitið þér enn - eða hvað? Samtal um rætur

AkureyrarAkademíunni (gamla Húsmæðraskólanum)

Fimmtudag 28.október kl.17 til 19

  • Hverjar eru menningarrætur okkar í þessu landi?
  • Hvernig brúum við gjána milli fortíðarvisku og framtíðardrauma?
  • Hver er menningararfur kvenna og hvernig getum við náð að vekja hann úr dvala?
  • Hvernig komum við í veg fyrir að menning genginna kynslóða glatist og hvernig miðlum við henni til komandi kynslóða?
  • Hvað á völvan í Völuspá við þegar hún spyr ítrekað: Vitið þér enn - eða hvað?

Næstu mánuði mun Mardöll í samstarfi við AkureyrarAkademíuna, Handraðann, Jafnréttisstofu, Listasumar, Norrænu upplýsingaskrifstofuna, Vanadísi og aðra sem vilja vera með, velta þessum spurningum upp og rýna í þær í margþættu samtali. „Samtalið" nær hámarki með fjölþjóðlegum Fólkvangi á Akureyri, 19. - 21. júní 2011, þar sem ræturnar verða raktar með norrænum, keltneskum, inúítskum og samískum nágrönnum okkar og leitað svara í orðum, listum og gjörðum. 

Á örþinginu verður þessum spurningum velt upp. Eftirfarandi konur leiða samtalið:

Valgerður H. Bjarnadóttir, verkefnisfreyja Vitið þér enn - eða hvað?

Guðrún Hadda Bjarnadóttir, lista- og handverkskona og formaður Handraðans

Þóra Pétursdóttir, fornleifafræðingur og formaður AkureyrarAkademíunnar

 

Markmiðið er að virkja sem flesta íbúa svæðisins í aðdraganda og á sjálfum Fólkvanginum.

Viltu vera með? Viltu fylgjast með?

Örþingið er öllum opið

 


Ársfundur Mardallar 29. september 2010

husmaedur og heimasaetur

Ársfundur Mardallar, félags um menningararf kvenna verður haldinn í AkureyrarAkademíunni, gamla húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99, Akureyri, miðvikudaginn 29. september 2010 kl. 19.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, tekið verður á móti nýjum konum í félagið, ráðstefnan "Vitið þér enn eða hvað? - samtal um rætur" verður kynnt auk þess sem drög verða lögð að vetrarstarfinu og mánaðarlegum samverustundum félagskvenna á nýju tungli. Hér að neðan eru lög félagsins:

Mardöll – félag um menningararf kvenna   

Lög

  

Heiti og tilgangur

1. gr.Félagið heitir Mardöll – félag um menningararf kvenna. Heimili þess og varnarþing er á Akureyri.  2. gr.Tilgangur félagsins er að grafa eftir, finna, safna, spinna, rýna í, hlúa að, rækta, dreyma, magna, vefa og miðla menningararfi og auði kvenna frá fornöld til framtíðar. Sérstök áhersla er lögð á þann arf og auð sem býr í rótum  kvenna á Íslandi, en heimurinn allur er þó vettvangur Mardallar.                                 

Hlutverk

3. gr.Hlutverk Mardallar er að styðja við verkefni sem miða að tilgangi félagsins, annars vegar verkefni einstakra félagskvenna og hins vegar skal félagið stuðla að samstarfi þeirra m.a. með því að standa fyrir viðburðum hérlendis og erlendis þar sem konurnar flétta saman krafta sína. Mardöll heldur úti heimasíðu þar sem félagskonur og starfsemi félagsins er kynnt.   

Félagar

4. gr.Stofnfélagar í Mardöll eru eftirtaldar konur (í stafrófsröð):

Anna Dóra Hermannsdóttir      kt. 240357-5509
Anna María Richardsdóttir       kt. 101059-3089
Arna G. Valsdóttir                   kt. 030763-2039
Beate Stormo                           kt. 010272-2389
Guðrún Hallfríður Bjarnadóttir            kt. 210449-3969
Guðfinna Nývarðsdóttir           kt. 071050-2899
Hrefna Harðardóttir                 kt. 051054-2209
Katrín Jónsdóttir                      kt. 030249-2759
Kristín Rós Óladóttir                kt. 260472-3059
Lene Zachariassen                   kt. 240661-7649
Valdís Viðarsdóttir                   kt. 050757-5959
Valgerður H. Bjarnadóttir        kt. 240154-3310
Þorbjörg Ásgeirsdóttir              kt. 130561-3499  5. gr.
Félagið er opið þeim konum sem vilja vinna að varðveislu og miðlun menningararfs kvenna.  Sótt er um félagsaðild til Mardallarráðs og tekur aðildin gildi þegar árgjald er greitt.      

Ársfundur

6. gr.

Ársfundur skal haldinn í kringum vorjafndægur ár hvert, en reikningsár félagsins er almanaksárið. Til ársfundar skal boðað skriflega meðal félagskvenna, með pósti eða rafpósti, með minnst viku fyrirvara

              Dagskrá ársfundar er sem hér segir:(1)   Skipan fundarstýru og ritfreyju (2)   Skýrsla Mardallarráðs(3)   Reikningar félagsins(4)   Inntaka nýrra félaga(5)   Lagabreytingar. Tillögur að lagabreytingum skulu liggja frammi minnst viku fyrir ársfund og kynntar félagskonum(6)    Kjör freyju Mardallarráðs til eins árs(7)    Kjör fjögurra kvenna í Mardallarráð til eins árs.   (8)   Kjör tveggja skoðunarkvenna reikninga til eins árs(9)   Ákvörðun félagsgjalda(10)            Önnur mál   Atkvæðisrétt á fundinum hafa félagskonur sem viðstaddar eru og greitt hafa félagsgjald.  

Mardallarráð

7. gr.Mardallarráð skipa fimm félagskonur. Freyja ráðsins hefur yfirsýn yfir starfsemina í heild en ráðið skiptir með sér verkum að öðru leyti. Skal hver kona ekki sitja lengur en 3 ár í hverju hlutverki.   8. gr.Mardallarráðið sér um fjárreiður félagsins, gerir fjárhagsáætlun í upphafi hvers starfsárs og gerir upp reikningsárið. Ráðið skal funda mánaðarlega hið minnsta og skipta ráðsfreyjur með sér skipulagningu funda. Haldin er gjörðarbók ráðsfunda.  9. gr.Mardallarráð kemur fram fyrir hönd félagsins, hefur umboð félagskvenna til að fara með mál félagsins og fylgja eftir tilgangi þess og hlutverki. Ráðið er handhafi auðkenna félagsins. Ráðið skal í störfum sínum taka fullt mið af sjónarmiðum félagskvenna og leita eftir þeim, t.d. með almennum fundum, tilkynningum og umræðu á veraldarvefnum eða með öðrum hætti.   

Félagsfundur og félagsgjöld

10. gr. Á hverju starfsári skal halda a.m.k. tvo félagsfundi auk ársfundar. Mardallarráð tilnefnir þrjár félagskonur í spunaráð til undirbúnings og umsjónar hvers fundar. Fari minnst fimmtungur félagskvenna fram á sérstakan félagsfund skal Mardallarráð verða við því og boða til fundar með dagskrá í rafpósti með minnst þriggja daga fyrirvara. Atkvæðisrétt á félagsfundi hafa félagskonur sem viðstaddar eru. Ályktun almenns félagsfundar er bindandi fyrir félagið greiði þrír fjórðu hlutar fundarkvenna henni atkvæði.  11.gr. Félagar í Mardöll greiða félagsgjald sem ákveðið er á ársfundi.  

Breyting á lögum

12. gr.Lögum þessum er aðeins heimilt að breyta á ársfundi, enda séu lagabreytingar kynntar í fundarboði. Til lagabreytinga þarf tvo þriðju hluta gildra atkvæða. 


 

Slit Mardallar – félags um menningararf kvenna

13. gr.Mardöll – félagi um menningararf kvenna verður aðeins slitið greiði tveir þriðju hlutar félagskvenna því atkvæði á tveimur löglega boðuðum fundum með eins mánaðar millibili. Komi til slita félagsins skulu eignir þess renna í sjóð, félag eða fyrirtæki til styrktar menningararfi kvenna sem félagsfundur telur best til þess fallin að fylgja hugsjónum Mardallar eftir. 

Breytingar samþykktar á ársfundi 12.11.09, á lögum sem samþykkt voru á stofnfundi Mardallar – félags um menningararf kvenna,á Akureyri á myrku tungli, fyrsta vetrardag, 21. október 2006 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband