Ekki henda - endurgerið!

Ekki henda, endurgerið. Gerið nýtt af gömlu aftur og aftur.
Handverkið er gleðigjafi og nýjar hugmyndir skapast þegar hendurnar starfa.
Takið gamla ullarpeysu, þvoið hana í þvottavélinni svo hún þófni, klippið og búið til nýja flík. Hugmyndirnar eru allstaðar í umhverfinu, það er bara að taka eftir þeim og leyfa sköpunarkraftinum að springa út. Engin flík verður annarri lík.

Boðið er upp á 3 klst. kaffihúsa örnámskeið í Smámunasafninu Eyjafirði í sumar, námsgjald er 6000.- kr
Hadda, Guðrún H. Bjarnadóttir
hadda@mi.is/8998770


Nýting villtra jurta til matar, lækninga og litunar
.

Grasaganga frá Klængshóli í Skíðadal 7. júní kl. 13:00 - 18:00

Kennarar eru Anna Dóra Hermannsdóttir og Guðrún Hadda Bjarnadóttir 
Verð kr. 6.000.-

Jurtir til lækninga og matar: kennari Anna Dóra.
Á grasagöngunni er fjallað um hvaða jurtir 
er hægt að nota í seyði og krydd og hvenær best er að safna, hvaða hluta jurtanna skal nýta
og hvernig þurrka á og geyma.

Jurtalitun: kennari Hadda.
Farið verður yfir sögu jurtaliturna fyrr og nú. Skoðaðar jurtir sem vaxa á svæðinu í gönguferðinni, en síðan jurtalitað úr þeim jurtum sem eru á réttu stigi til týnslu. Litað verður utanhúss í pottum yfir hlóðum og garnið skolað í læk.

Upplýsingar og innritun hjá :  hadda@mi.is og í síma s. 899 8770
Takmarkaður fjöldi.


Örnámskeið í svæðameðferð í maílok og byrjun júní.

Þriggja kvölda örnámskeið í svæðameðferð verður 26. og 27. maí og 4. júní kl. 18-22.
Námskeiðinu er ætlað að veita innsýn í svæðameðferð og kennd eru rétt handtök og að nudda stoðkerfið gegnum fætur. Upplýsingar í síma 895-7333 og á www.nudd.is
Kennari : Katrín Jónsdóttir svæða- og viðbragðsfræðingur.
Verð kr. 15.000.

Nám í svæða- og viðbragðsmeðferð fer af stað í september n.k.
Vilt þú læra áhrifaríka og einfalda aðferð til heilsubótar?

Svæða- og viðbragðsmeðferðarskóli Íslands.


Konur sækja kraft til fjalla.

Konur í Kerlingafjöllum -Námskeið Konur í Kerlingarfjöllum á Sumarsólstöðum 19. - 21. júní næstkomandi.
Þema : Krafturinn sem býr í konum og náttúrunni og styrkja tengslin þar á milli.
Upplýsingar : www.kerlingarfjoll.is

 

 

 

 

Undraheimar

-Undraheimar Jökulsárgljúfra.
4 daga gönguferð um Jökulsárgljúfur. 26. - 29. júlí 2009 verð kr. 33.000

 

 

 

 

 

 

 -Námskeið á Staðnum Skipagötu 2, Akureyri þriðjudagskvöldið 19. maí  kl. 20 í nýtingu villtra jurta til matar og lækninga.

Anna Dóra Hermannsdóttir
yogakennari og leiðsögumaður
Klængshóli í Skíðadal
621 Dalvík
skidadalur.is
skidadalur@skidadalur.is
s. 466 1519/894 7788
annadorah@gmail.com


Grunnnámskeið í sjamanisma fyrir 21. öldina - byrjar 11.júní

heidur.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heiður- seið hún kunni ... Grunnnámskeið í sjamanisma fyrir 21.öldina - hefst 11.júní
 
Námskeiðinu hefur verið frestað örlítið. Það hefst 11.júní og stendur fram í lok júní og fer fram bæði á Akureyri og nágrenni. Áætlað er að halda námskeiðið víðar um landið í sumar, ef áhugi er fyrir því.
Leiðbeinandi er Valgerður H. Bjarnadóttir
 
Skráning og nánari upplýsingar í síma 895 3319, í netfanginu vanadis@vanadis.is  og á heimasíðunni www.vanadis.is
 
Vert er að geta þess að um miðjan júlí verður haldið námskeið í keltneskum sjamanisma, fyrir þau sem hafa nokkra grunnþekkingu. Kennari þar verður hin magnaða Caitlín Matthews. Heiðarnámskeiðið er góður grunnur fyrir námskeið Caitlínar. Sjá nánar á www.vanadis.is og  www.hallowquest.org.uk   
 


Vitið þér enn – eða hvað?

Viðburðaröð Mardallar um menningararf kvenna
Verkefnið er samstarfsverkefni félaga í Mardöll – félagi um menningararf kvenna, auk þess sem efnt er til samstarfs við einstaklinga, félög og stofnanir utan Mardallar. Markmið Mardallar er að endurvekja og rækta fjölþættan menningararf kvenna hér á landi, rekja rætur hans og finna farveg í nútímanum fyrir gamla visku. Mardöll er í tengslum við einstaklinga og hópa sem vinna að svipuðum markmiðum í þeim löndum sem rætur okkar liggja helst til, s.s. Norðurlandanna og Bretlands.

Viðburðaröðin hefst á sumarsólstöðum 2009 og stendur til haustjafndægurs 2010 undir yfirskriftinni Vitið þér enn – eða hvað? sem er tilvitnun í orð völvunnar í Völuspá.  

Völuspá greinir frá því þegar Óðinn kemur til völvunnar í öngum sínum. Ragnarök eru framundan, hann hefur misst tökin í veröldinni og leitar svara hjá henni um orsakir, stöðu og afleiðingar gjörða goðanna. Hún rekur fyrir honum söguna, minnir hann á uppruna sinn og það hvernig hann hefur gefið annað auga sitt fyrir völd og sér því ekki nema hálfan sannleikann og hvernig Heimdallur, sem vernda átti goð og menn hefur gefið annað eyra sitt. Hún minnir hann á hvernig hann tók þátt í að skapa stríð í veröldinni og valdatogstreitu, hvernig hann reyndi að myrða sjálfa Gullveigu (völvuna/gyðjuna) og hvernig goðin í blindu sinni gengu eitt sinn svo langt að ætla að greiða fyrir virkisvegg með því að selja bæði Sól, Mána og sjálfa Freyju. Og hún spyr hanna ítrekað: Vitið þér enn – eða hvað?

Með viðburðaröðinni vill Mardöll taka þátt í að endurheimta forn gildi, sem setja jafnvægi manneskju og náttúru, kvenna og karla, jarðar og himins í forgrunn. Endurheimta minni um þetta jafnvægi, sem hafa mikið til fallið í gleymsku, en sem enn búa í daglegum athöfnum, í sögnum, ljóðum, myndum, dansi, leik og tónlist, í náttúrunni, í óhefðbundnum lækningum, draumum, matargerð, handverki o.fl. Konurnar sem mynda Mardöll, búa allar á Eyjafjarðarsvæðinu, austan og vestan fjarðar, í þéttbýli og dreifbýli og því er Eyjafjörður vettvangur viðburðaraðarinnar, en þátttakendur koma víða hérlendis og frá nágrannalöndum okkar.

Efni flutt af fyrri síðu.

14 nóvember 2008

Ársfundur og logo



Ársfundur Mardallar var haldinn í gær, 13. nóvember á fullu tungli í Nauti. Kjörið var nýtt ráð sem í eiga sæti Anna Dóra Hermannsdóttir, Guðrún Hadda Bjarnadóttir, Hrefna Harðardóttir, Valdís Viðarsdóttir og Valgerður H. Bjarnadóttir sem er í hlutverki Freyju Mardallar.

Þá var kynnt nýtt auðkenni félagsins, sem hér sést, hannað af þeim Örnu Valsdóttur og Sunnu Valgerðardóttur. Þá var rætt um framkvæmd viðburða í tengslum við verkefnið Vitið þér enn - eða hvað? listsýningar, námskeið, uppákomur og alþjóðleg ráðstefna um gyðjumenningu og völvuna í rótum okkar, sem haldið verður 2009 - 2010. Sjá nánar hér á síðunni.

17 október 2008

Vitið þér enn - eða hvað?

Mardöll, félag um menningararf kvenna hefur hafið undirbúning að röð viðburða frá sumarsólstöðum 2009 - 2010 undir yfirskriftinni Vitið þér enn - eða hvað?

"Skelfur Yggdrasils askr standandi, ymur hið aldna tré, en jötunn losnar; hræðast allir á helvegum, áður Surtar þann sefi of gleypir.

Hvað er með álfum? Hvað er með ásum? Gnýr allur Jötunheimur, æsir eru á þingi; stynja dvergar fyr steindyrum, veggbergs vísir. Vitið þér enn - eða hvað?" Úr Völuspá

Sumarið 2009 verður röð listviðburða, málþing, námskeið, fyrirlestrar og fleiri viðburðir þar sem leitað er svara við spurningu völvunnar. Á sumarsólstöðum 2010 er stefnt að alþjóðlegri ráðstefnu um gyðjuna í Hofi menningarhúsi á Akureyri.

15 október 2008

Gyðjuráðstefna 2010

Við Mardallarkonur erum allar í fullu fjöri og hver um sig að vinna í sínu, sundur og saman. Framundan er gyðjuráðstefna sem haldin verður í Hofi Akureyri 2010 og fram að þeim tíma fer fram undirbúningur : ráðstefna, listviðburðir og alls konar uppákomur.
Þá verður kátt í höllinni!

27 apríl 2008

Speglar sagnanna - gyðjan í mér og þér

2. - 4. maí 2008 Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit

Gefðu sjálfri þér gjöf!
Rýndu í ræturnar, nærðu sálina og njóttu lífsins þessa helgi í hópi magnaðra kvenna

Á þessu námskeiði eru fornsögur okkar, goðsagnir og þjóðsögur notaðar sem speglar fyrir lífið og sjálfsmyndina. Um leið og við rifjum upp sagnaarfinn fáum við þær Freyju, Brynhildi, Kráku, Melkorku, Skapanornirnar, valkyrjuna, álfkonuna, tröllkonuna og fleiri magnaðar gyðjur og konur til að leiðbeina okkur og bregða ljósi á sjálfar okkur og umhverfið. Við vinnum með drauma, hugleiðum, hreyfum okkur, nærum líkama og sál í yndislegu umhverfi og njótum lífsins.
Leiðbeinandi er: Valgerður H. Bjarnadóttir

Valgerður er félagsráðgjafi, með framhaldsnám í draumafræðum, helgum kvennafræðum, menningarsögu og trúarheimspeki. Hún hefur unnið að ráðgjöf og fræðslu með áherslu á menningarsögu, trú, drauma og sjálfsstyrkingu kvenna í áratugi og rekur fyrirtækið Vanadísi.

Námskeiðið hefst með kvöldverði föstudaginn 2. maí kl.19 og lýkur á sunnudag kl.14

Verð fyrir námskeiðið, gómsætar máltíðir og gistingu í tvær nætur kr. 40.000.-

Alheimshreingjörningur í 10 ár


Sýningin/ gjörningurinn "Hreingjörningur í lit", unninn og fluttur af Önnu Richardsdóttur dansara og gjörningalistakonu, Brynhildi Kristinsdóttur og Jónu Hlíf Halldórsdóttur myndlistakonum, Kristjáni Edelstein og Wolfgang Sahr tónlistamönnum ásamt Þorbjörgu Halldórsdóttur leikmyndahönnuði verður flutt í bílageymslu við Norðurorku, Rangárvöllum, laugardagskvöldið 12.
apríl klukkan 20:30.

Verkið er samið af Önnu Richardsdóttur en í náinni samvinnu við listafólkið. Það fjallar um hvernig lífið setur mismunandi liti á hinar mismunandi persónur tilverunnar, t.d. fjallar það um Gotthildi, stolta og smart, svífandi á skýi eigin hroka og fall hennar við það að komast í snertingu við liti lífsins. Einnig kynnumst við Blóthildi, en hún fórnar því dýrmætasta sem hún á og tapar öllu. Tilveran býður henni þó upp á heilun.

Anna flytur verkið innan hugmyndaramma en margt er spunnið á staðnum. Kristján Edelstein tónlistarmaður vinnur svipað að tónskúlptúrnum, hann vinnur eftir hugmyndaramma en gefur sér frelsi til spuna og þar með túlkunar sem verður til á staðnum. Leikmynd Þorbjargar Halldórsdóttur er uppspretta tónverksins að hluta og Anna notar hana til framkvæmda í verkinu. Þannig er allt verkið samvinna listamannanna sem að því koma.

Myndlistasýningin eru myndir eða innsetningar um hreingjörninga eftir fólk og listamenn alls staðar að úr heiminum sem eru þátttakendur í Alheimshreingjörningi í 10 eða færri ár. Flest hafa sent inn verk áður og nokkrir eru frá Akureyri.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband