Ársfundur Mardallar

Ársfundur Mardallar - félags um menningararf kvenna

Verður haldinn í AkureyrarAkademíunni 12. október 2009 kl. 17:00

Á dagskrá fundarins, auk venjulegra ársfundarstarfa, verður litið yfir farinn veg, þ.á.m. viðburðaröðina Vitið þér enn - eða hvað?, horft til framtíðar og nýjar félagskonur ganga í félagið.

Allar konur með áhuga á menningararfi kvenna eru velkomnar.

 

 


Uppskeruhátíð Mardallar - Félags um menningararf kvenn

 fifillfifilbrekkaFifilbrekku-husfifilbrekka-tjorn

Uppskeruhátíð Mardallar verður haldinn á Uppskerumánu í Fífilbrekku,
Eyjafjarðarsveit, sunnudaginn 4. október milli kl. 12 og 17.


Félagsfreyjur Mardallar munu bjóða upp á kynningu á starfsemi sinni og
varning af ýmsu tagi, m.a. afurðir jarðar, þjónustu, handverk og listmuni svo eitthvað sér nefnt.
Kjötsúpa verður á hlóðunum, ketilkaffi, ilmandi brauð og sætabrauð.
Eldsmíði, jurtalitun, draumaspeglun og alls kyns ævintýr fyrir alla aldurshópa úti í kuldanum og inni í hlýjunni...

Verið öll velkomin ... og ekki síst konur sem áhuga hafa á að gerast félagar í Mardöll

Fífilbrekka er vestanmegin við Eyjafjarðarveg vestri, rétt hjá Grund. Beygðu við afleggjarann að Holtseli og fylgdu leiðbeiningum.

Upplýsingar hjá freyjum Mardallar:
Guðrún Hadda Bjarnadóttir, hadda@mi.is
Valgerður Hjördís Bjarnadóttir, valgerdur@vanadis.is,
Valdís Viðars, listagil@listagil.is
Anna Dóra Hermannsdóttir, annadorah@gmail.com
Hrefna Harðardóttir, hrefnah@simnet.is


Freyjumyndir - formleg sýningarlok - Haustjafndægur

Formleg sýningarlok var 22. september milli kl. 18-20 í Akureyrar-Akademíunni (gamla Húsmæðraskólanum við Þingvallarstæti). Stór hluti af listamönnunum 28 sem þátt tóku í sýningunni, komu saman ásamt mökum og konum úr Mardallar-ráði og sýningarstjóra Guðrúnu Pálínu og skoðuðu myndir af verkum og nutu veitinga og góðs félagsskapar.
Eitthvað að verkunum munu standa áfram fram eftir hausti og jafnvel fram í fyrstu snjóa. Svo enn er hægt að fara í skemmtilega Freyjumyndagöngu.
Takk fyrir þátttökuna í sumar og samveruna á lokasamsætinu !!

 Sbr. : http://freyjumyndir.blog.is

 


Vitið þér enn - eða hvað? á Akureyrarvöku

Á Akureyrarvöku kl.10:30 mun sýningarstýra Freyjumynda, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir leiða áhugasama um þann hluta sýningarinnar sem er að finna í miðbæ Akureyrar. sjá nánar á www.freyjumyndir.blog.is 

Annar viðburður Vitið þér enn eða hvað? er útgáfa Huliðsheimakortsins, sem unnið er af Erlu Stefánsdóttur, en Katrín Jónsdóttir, Mardöll, hefur haft veg og vanda af útgáfunni. Katrín mun á Akureyrarvöku kynna kortið, og verurnar sem það vísar á, í Lystigarðinum kl.13  gudbjorgringsted1


Freyjumynda-ganga

mardollur í freyjumynda-gongu Mardallarsystur í heimsókn hjá Ragnheiði Þórsdóttur í Stóllinn vefstofa að skoða sýninguna FREYJUMYNDIR

sbr. vefsíðuna: freyjumyndir.blog.is


ARFUR - sýning Guðrúnar Höddu Bjarnadóttur

ArfurUm sýninguna:
Ömmur mínar gáfu mér nöfnin sín, þær gáfu mér einnig arfinn sem þær fengu frá ömmum sínum.
Ég hef lengi verið stolt af því að bera þessi nöfn og er þakklát fyrir arfinn.
 
Árið 2003 var samsýning í Lystigarðinum á Akureyri og vann ég þar verk út frá balderuðu mynstri er formæður okkar gerðu á búninga sína. Þetta mynstur hef ég síðan unnið með áfram og útfært í vefnað og málverk.
Sýningin opnar laugardaginn 1. ágúst 2009 kl 15.00 í Haughúsinu á Þóristöðum og er opin alla daga frá 14.00-18.00 til ágústloka. http://www.hotelnatur.com (gengið inn í gegnum veitingastofu)
Og er hún hluti af viðburðarröð Mardallar VITIÐ ÞÉR ENN - EÐA HVAÐ?
http://www.mardoll.blog.is/

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.


Vel heppnað námskeið!!

Mardoll-CMNámskeið í Keltneskum shamanisma með Caitlín Matthews, var haldið að Húsabakkaskóla í Svarfaðardal helgina 15.-17.júlí. Hér sést mynd af Mardallarsystrum og Caitlín að afloknum frábærum dögum í faðmi fagurra fjalla, yndislegrar náttúru, góðum mat og afbragðs félagsskap. Takk fyrir okkur!!

Allt að fyllast....síðasti sjéns !!!

cm09.jpg

Nú er allt að fyllast á námskeiðinu:

The Bright Knowledge með Caitlín Matthews.
Örfá pláss þó enn laus... svo nú er að hrökkva eða stökkva... svona tækifæri gefast ekki á hverjum degi.
 
Skráning og nánari upplýsingar á mardoll@vanadis.is
 

 

 

 

 

 

 Hér eru skrár til útprentunar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vitið þér enn eða hvað? Opnun viðburða-raðar 5.júní

mardoll.jpgFöstudaginn 5. júní kl.16 var opnun viðburðaraðarinnar VITIÐ ÞÉR ENN EÐA HVAÐ? í AkureyrarAkademíunni, Þórunnarstræti 99 (gamla Húsmæðraskólanum)

Viðburðaröðin var kynnt, gert grein fyrir hugmyndunum að baki hennar og orðum völvunnar, sem og hugmyndafræði og starfsemi Mardallar og þeirra kvenna sem að baki félaginu standa.


Boðið var upp á fíflasalat, fjallabrauð, rabarbaraböku með engiferkeim, jurtate, ávaxtavatn og fleira spennandi ...

Þá var kynnt að Mardöll, sem verið hefur lokað félag, mun bjóða nýjar "freyjur" velkomnar í hópinn frá og með næsta ársfundi, sem haldinn verður í sumar. Þær sem hafa áhuga á að ganga til liðs við Mardöll geta sent okkur póst á mardoll@vanadis.is

Vitið þér enn – eða hvað?
5. júní  á vaxandi Blómamánu
Opnun á viðburðarröð og kynning á störfum félagskvenna kl. 16 í AkureyrarAkademíunni – Þórunnarstræti 99. Veitingar og spjall. Allir velkomnir.
7. júní á fullri Blómamánu
Grasaganga frá Klængshóli í Skíðadal 7. júní kl. 13:00 – 18:00
Anna Dóra Hermannsdóttir og Guðrún Hadda Bjarnadóttir
-Á grasagöngunni er fjallað um hvaða jurtir er hægt að nota í seyði og krydd og hvenær best er að safna, hvaða hluta jurtanna skal nýta og hvernig þurrka á og geyma.
-Farið verður yfir sögu jurtalitunar fyrr og nú. Skoðaðar jurtir sem vaxa á svæðinu og litað úr þeim sem eru á réttu stigi til tínslu. Litað verður utanhúss í pottum yfir hlóðum og garnið skolað í læk.
Skráning hjá Höddu í  síma 899 8770 Verð: 6.000.- Takmarkaður fjöldi.
11. júní  með Blómamánu í Vatnsbera
HEIÐUR - seið hún kunni  - grunnnámskeið í sjamanisma fyrir 21. öldina
Valgerður H. Bjarnadóttir – Vanadís - rætur okkar, draumar og auður. Skráning á mardoll@vanadis.is
21. júní á Sumarsólstöðum til 22. september á Haustjafndægrum
FREYJUMYNDIR – myndlistarsýning á Akureyri og nágrenni til dýrðar gyðjunni Freyju 
Sýningarstýra : Guðrún Pálína Guðmundsdóttir  sjá :  http://freyjumyndir.blog.is
Dagskrá auglýst síðar
Þriggja kvölda ör-námskeið í svæðameðferð kl 18-22.
Leiðbeinandi Katrín Jónsdóttir svæða- og viðbragðsfræðingur, sími 895-7333
15. - 17. júlí á minnkandi Heymánu
HIN BJARTA ÞEKKING – námskeið í keltneskum sjamanisma með Caitlín Matthews
Húsabakka, Svarfaðardal
Byrjun ágúst.  dagsetning auglýst síðar.
Huliðsheimar Akureyrar – kort unnið af Erlu Stefánsdóttur
Útgefandi : Katrín Jónsdóttir. Kynning og gönguferð um Huliðsheima

1. ágúst á Kornmánu
ARFUR sýning á arfi íslenkra kvenna, vefur og málverk Guðrún Hadda Bjarnadóttir
Haughúsið, Þórisstöðum Svalbarðsströnd.

29. ágúst Akureyrarvaka á vaxandi Ávaxtamánu
Freyjumyndaganga um Akureyri
Þriggja kvölda ör-námskeið í svæðameðferð kl 18-22. Dagsetning auglýst síðar.
Leiðbeinandi Katrín Jónsdóttir svæða- og viðbragðsfræðingur, sími 895-7333
5. september á nýrri Ávaxtamánu
Berjaferð með draumaívafi á vit dalagyðjunnar fram með Fnjóská
Valgerður H. Bjarnadóttir
22. september Haustjafndægur
Freyjumyndaganga um Akureyri með listamönnunum.
 4. október á fullri Uppskerumánu
kl. 13 Mardallarfundur – inntaka nýrra félaga sjá: www.mardoll.blog.is
kl. 16 Uppskeruhátíð Mardallar – félags um menningararf kvenna
Fífilbrekka, Eyjafjarðarsveit

24. október á Veiðimánu, fyrsti vetrardagur
KONUR BÆJARINS…. Sýning DaLí gallerí, Brekkugötu, Akureyri kl. 13
Hrefna Harðardóttir myndlistarkona


Fleiri viðburðir munu skjóta upp kollinum og verða auglýstir sérstaklega.
Sjá nánari upplýsingar á :  http://mardoll.blog.is  og  www.vanadis.is
Skráning á námskeið á : mardoll@vanadis.is

Viðburðaröðin er styrkt af Menningarráði Eyþings


FREYJUMYNDIR - sýning á Akureyri og nágrenni

27 listamenn hafa nú staðfest þátttöku sína í sýningunni FREYJUMYNDIR sem mun verða á Akureyri og nágrenni og hefst hljóðlaust á sumarsólstöðum þann 21. júní n.k. og mun síðan hverfa á haustjafndægrum 22. september 2009. Verkin verða hér og hvar á hefðbundnum og óhefðbundnum stöðum og verður engin formleg sýningaropnun, né lokun. Sýningarstjóri er Guðrún Pálína Guðmundsdóttir. Hægt verður á fá sýningarskrá m.a. í Menningarmiðstöðinni í Listagili og nánari upplýsingar á vefsíðunni:

http://freyjumyndir.blog.is

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband