Dansandi skrokkar í Hvalasafninu Húsavík.

annarikkSvanhildur

 

 

 

 

 

 

 

Listakonurnar Anna Richardsdóttir og Sigurbjörg Eiðsdóttir bjóða uppá nýstárlega sýningu í Hvalasafninu á Húsavík. 

Verkið nefnist „Skrokkar” og er frumsamið og verða aðstandendur verksins með opið hús í safninu sunnudaginn 22. nóvember n.k. þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að skoða verkið í vinnslu, spjalla við listakonurnar að störfum og sjá brot úr flutningi þess.

Þráður verksins er að hluta til sóttur í sögu hússins, en það var á sínum tíma byggt sem sláturhús og var það aðalstarfsemin í húsinu til ársins 1972.

Innan ramma verksins er því unnið með líf og dauða, ást og ótta og hin ýmsu störf úr sláturhúsinu, sem verða kveikjur að þeim tangó sem stiginn er af persónunum er koma fram í sýningunni.

Anna Richardsdóttir, sem hefur um árabil flutt verk sín í dansspuna, sér um flutning á dansgjörningnum en Sigurbjörg Eiðsdóttir sér um innsetningar í rými safnsins. Stefnt er að því að sýna verkið í heild sinni á vormánuðum 2010.

Safnið verður opið frá kl 13:00 til 15:00 og flutt verður brot úr verkinu kl. 14:00.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Í tilefni dagsins verður Gamli baukur á Húsavík með vöfflur og drykki til sölu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband