23.9.2009 | 22:12
Uppskeruhátíð Mardallar - Félags um menningararf kvenn
Uppskeruhátíð Mardallar verður haldinn á Uppskerumánu í Fífilbrekku,
Eyjafjarðarsveit, sunnudaginn 4. október milli kl. 12 og 17.
Félagsfreyjur Mardallar munu bjóða upp á kynningu á starfsemi sinni og
varning af ýmsu tagi, m.a. afurðir jarðar, þjónustu, handverk og listmuni svo eitthvað sér nefnt.
Kjötsúpa verður á hlóðunum, ketilkaffi, ilmandi brauð og sætabrauð.
Eldsmíði, jurtalitun, draumaspeglun og alls kyns ævintýr fyrir alla aldurshópa úti í kuldanum og inni í hlýjunni...
Verið öll velkomin ... og ekki síst konur sem áhuga hafa á að gerast félagar í Mardöll
Fífilbrekka er vestanmegin við Eyjafjarðarveg vestri, rétt hjá Grund. Beygðu við afleggjarann að Holtseli og fylgdu leiðbeiningum.
Upplýsingar hjá freyjum Mardallar:
Guðrún Hadda Bjarnadóttir, hadda@mi.is
Valgerður Hjördís Bjarnadóttir, valgerdur@vanadis.is,
Valdís Viðars, listagil@listagil.is
Anna Dóra Hermannsdóttir, annadorah@gmail.com
Hrefna Harðardóttir, hrefnah@simnet.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.