Vitið þér enn eða hvað? Opnun viðburða-raðar 5.júní

mardoll.jpgFöstudaginn 5. júní kl.16 var opnun viðburðaraðarinnar VITIÐ ÞÉR ENN EÐA HVAÐ? í AkureyrarAkademíunni, Þórunnarstræti 99 (gamla Húsmæðraskólanum)

Viðburðaröðin var kynnt, gert grein fyrir hugmyndunum að baki hennar og orðum völvunnar, sem og hugmyndafræði og starfsemi Mardallar og þeirra kvenna sem að baki félaginu standa.


Boðið var upp á fíflasalat, fjallabrauð, rabarbaraböku með engiferkeim, jurtate, ávaxtavatn og fleira spennandi ...

Þá var kynnt að Mardöll, sem verið hefur lokað félag, mun bjóða nýjar "freyjur" velkomnar í hópinn frá og með næsta ársfundi, sem haldinn verður í sumar. Þær sem hafa áhuga á að ganga til liðs við Mardöll geta sent okkur póst á mardoll@vanadis.is

Vitið þér enn – eða hvað?
5. júní  á vaxandi Blómamánu
Opnun á viðburðarröð og kynning á störfum félagskvenna kl. 16 í AkureyrarAkademíunni – Þórunnarstræti 99. Veitingar og spjall. Allir velkomnir.
7. júní á fullri Blómamánu
Grasaganga frá Klængshóli í Skíðadal 7. júní kl. 13:00 – 18:00
Anna Dóra Hermannsdóttir og Guðrún Hadda Bjarnadóttir
-Á grasagöngunni er fjallað um hvaða jurtir er hægt að nota í seyði og krydd og hvenær best er að safna, hvaða hluta jurtanna skal nýta og hvernig þurrka á og geyma.
-Farið verður yfir sögu jurtalitunar fyrr og nú. Skoðaðar jurtir sem vaxa á svæðinu og litað úr þeim sem eru á réttu stigi til tínslu. Litað verður utanhúss í pottum yfir hlóðum og garnið skolað í læk.
Skráning hjá Höddu í  síma 899 8770 Verð: 6.000.- Takmarkaður fjöldi.
11. júní  með Blómamánu í Vatnsbera
HEIÐUR - seið hún kunni  - grunnnámskeið í sjamanisma fyrir 21. öldina
Valgerður H. Bjarnadóttir – Vanadís - rætur okkar, draumar og auður. Skráning á mardoll@vanadis.is
21. júní á Sumarsólstöðum til 22. september á Haustjafndægrum
FREYJUMYNDIR – myndlistarsýning á Akureyri og nágrenni til dýrðar gyðjunni Freyju 
Sýningarstýra : Guðrún Pálína Guðmundsdóttir  sjá :  http://freyjumyndir.blog.is
Dagskrá auglýst síðar
Þriggja kvölda ör-námskeið í svæðameðferð kl 18-22.
Leiðbeinandi Katrín Jónsdóttir svæða- og viðbragðsfræðingur, sími 895-7333
15. - 17. júlí á minnkandi Heymánu
HIN BJARTA ÞEKKING – námskeið í keltneskum sjamanisma með Caitlín Matthews
Húsabakka, Svarfaðardal
Byrjun ágúst.  dagsetning auglýst síðar.
Huliðsheimar Akureyrar – kort unnið af Erlu Stefánsdóttur
Útgefandi : Katrín Jónsdóttir. Kynning og gönguferð um Huliðsheima

1. ágúst á Kornmánu
ARFUR sýning á arfi íslenkra kvenna, vefur og málverk Guðrún Hadda Bjarnadóttir
Haughúsið, Þórisstöðum Svalbarðsströnd.

29. ágúst Akureyrarvaka á vaxandi Ávaxtamánu
Freyjumyndaganga um Akureyri
Þriggja kvölda ör-námskeið í svæðameðferð kl 18-22. Dagsetning auglýst síðar.
Leiðbeinandi Katrín Jónsdóttir svæða- og viðbragðsfræðingur, sími 895-7333
5. september á nýrri Ávaxtamánu
Berjaferð með draumaívafi á vit dalagyðjunnar fram með Fnjóská
Valgerður H. Bjarnadóttir
22. september Haustjafndægur
Freyjumyndaganga um Akureyri með listamönnunum.
 4. október á fullri Uppskerumánu
kl. 13 Mardallarfundur – inntaka nýrra félaga sjá: www.mardoll.blog.is
kl. 16 Uppskeruhátíð Mardallar – félags um menningararf kvenna
Fífilbrekka, Eyjafjarðarsveit

24. október á Veiðimánu, fyrsti vetrardagur
KONUR BÆJARINS…. Sýning DaLí gallerí, Brekkugötu, Akureyri kl. 13
Hrefna Harðardóttir myndlistarkona


Fleiri viðburðir munu skjóta upp kollinum og verða auglýstir sérstaklega.
Sjá nánari upplýsingar á :  http://mardoll.blog.is  og  www.vanadis.is
Skráning á námskeið á : mardoll@vanadis.is

Viðburðaröðin er styrkt af Menningarráði Eyþings


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband