14.6.2012 | 11:47
Guðrún Hadda opnar sýningu á café Uglan í Fnjóskadal
Velkomin á sýninguna mína á café Uglu, sem opnar kl. 14.00 þ. 14. júní. Ég mun tala um hugmyndirnar á bak við sýninguna, kl 15.00. Verkkunnátta og verklag er þjóðararfur. Ber okkur að varveita hann?.
Sýningin stendur í rúmlega tvær vikur.
Komdu, fáðu þér kaffi/te, safa og eitthvað gott með .. og njóttu fegurðarinnar í Fnjóskadal þar sem hið spennandi kaffihús, Uglan er staðsett í gamla skólahúsinu Skógum, við gamla Vaðlaheiðarveginn.
Með kveðju Guðrún Hadda Bjarnadóttir.
Uglan - Skógum í Fnjóskadal
sími 895-3319
uglan@vanadis.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.