Uglan - kaffihúsið Skógum í Fnjóskadal

Nú skiptir Vanadísin um gír, gerir örlítið hlé á námskeiðum og ráðgjöf og opnar kaffihús með blandi af gómsætum kökum, áhugaverðum bókum, nýbökuðu brauði, listsýningum, spennandi súpum, nýtíndu tei og sterku kaffi, sögum og söng. Kaffihúsið opnar fimmtudaginn 14.júní kl. 14 með listsýningu Guðrúnar H. Bjarnadóttur ARFUR, söng og sögum. Þá verður hægt að bragða á brauði og kökum sem verða á matseðlinum í sumar og glugga í bækur, en Uglan er eins konar bókakaffihús, enda staðsett í menningarmiðstöð. Í Skógum voru áður bæði símstöð (og þar með miðstöð) sveitarinnar og heimavistarskóli. Skólinn var rekinn allan veturinn í 40 ár og hætti ekki fyrr 1972 þegar Stóru-Tjarnarskóli tók til starfa. Uglan heldur arfinum lifandi með ýmsum hætti. Húsfreyja og aðalkokkur er Valgerður H. Bjarnadóttir, en hún fær til liðs við sig listafólk á sviði matar- og kökugerðar, handverks, tónlistar og annarra jarðarinnar og andans lista.

Uglan kaffihús er opin Þriðjudaga til fimmtudaga kl.14 - 18 Föstudaga og laugardaga kl.14 - 22 Léttur kvöldverður frá kl.18 Sunnudaga kl.10 - 18 Árbítur frá kl.10 - 14

Hafið samband í síma 895 3319 eða netfangið uglan@vanadis.is á www.visiticeland.com getið þið fundið leiðina í Skóga, sem er við endann á gamla Vaðlaheiðarveginum, eða um mínútu akstur frá þjóðvegi 1 rétt við Fnjósskogar_vor2kárbrúna. Sláið inn Uglan og þið fáið kort með staðsetningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband