10.11.2010 | 10:33
GRÝLUKERTI - Hrefna Harðardóttir
Opnuð verður sýningin GRÝLUKERTI, Á skörinni, föstudaginn 12. nóvember kl. 16-18.
Á sýningunni má sjá margnota leirverk, innblásin af grýlukertum.
Grýla og grýlukerti eru forvitnileg hugtök sem hafa ýmsar merkingar í hugum bæði barna og fullorðinna. Hrefna skoðar þær merkingar sem og notagildi hlutarins og hefur handgert leirverk útfrá þeim pælingum.
Um Grýlu: Valgerður H. Bjarnadóttir (MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu) segir: Ég leyfi mér að fullyrða að Grýla og synir hennar eigi sér mun dýpri rætur en almennt er talið og að hún sé tákngerfingur Vetrarsólhvarfanna og synir hennar tákn fyrir mánuðina 13 (tungl kvíknar þrettán sinnum á einu ári).
Hún étur börn, enda var þessi tími árs sá erfiðasti í kuldum og hungri og eflaust mörgu barninu erfiður.
Grýlan er þegar allt kemur til alls, tákn myrkursins, sem getur af sér ljósið... og nú þegar myrkrið og kuldinn eru okkur ekki lengur lífshættuleg og ekki lengur talið tilhlýðilegt að hræða börn á óvættum, getum við ef til vill nýtt okkur Grýlu á nýja vegu... sem Gyðju myrkurs, Móður ljóssins.
Hrefna Harðardóttir stundaði nám á myndlistarbraut MA og útskrifaðist frá Leirlistardeild MHÍ eftir nám árin 1992-1995. Hún hefur sótt mörg námskeið í grafík, ljósmyndun og leirlist í Frakklandi, Ítalíu, Ungverjaland, Danmörkui og Englandi og haldið einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum víða um land og erlendis. Hún er félagi í Sambandi Íslenskra Myndlistarmanna, Myndlistarfélaginu og Leirlistarfélagi Íslands og starfar á eigin verkstæði í Listagilinu á Akureyri.
HrefnaH: sími 862-5640 og tölvupóstur hrefnah@simnet.is.
Á Skörinni, er á efri hæð í Fógetahúsinu/Kraum Aðalstæti 10, í miðbæ Reykjavíkur.
Sýningin stendur til 1. desember 2010.
Opnunartími er alla virka daga frá kl. 9-18 og um helgar frá kl. 12-17.
Upplýsingar í síma 551 7595, í tölvupósti : handverk@handverkoghonnun.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.