26.10.2010 | 17:32
Örþingið: Vitið þér enn - eða hvað? Samtal um rætur
Fimmtudag 28.október kl.17 til 19
- Hverjar eru menningarrætur okkar í þessu landi?
- Hvernig brúum við gjána milli fortíðarvisku og framtíðardrauma?
- Hver er menningararfur kvenna og hvernig getum við náð að vekja hann úr dvala?
- Hvernig komum við í veg fyrir að menning genginna kynslóða glatist og hvernig miðlum við henni til komandi kynslóða?
- Hvað á völvan í Völuspá við þegar hún spyr ítrekað: Vitið þér enn - eða hvað?
Næstu mánuði mun Mardöll í samstarfi við AkureyrarAkademíuna, Handraðann, Jafnréttisstofu, Listasumar, Norrænu upplýsingaskrifstofuna, Vanadísi og aðra sem vilja vera með, velta þessum spurningum upp og rýna í þær í margþættu samtali. Samtalið" nær hámarki með fjölþjóðlegum Fólkvangi á Akureyri, 19. - 21. júní 2011, þar sem ræturnar verða raktar með norrænum, keltneskum, inúítskum og samískum nágrönnum okkar og leitað svara í orðum, listum og gjörðum.
Á örþinginu verður þessum spurningum velt upp. Eftirfarandi konur leiða samtalið:
Valgerður H. Bjarnadóttir, verkefnisfreyja Vitið þér enn - eða hvað?
Guðrún Hadda Bjarnadóttir, lista- og handverkskona og formaður Handraðans
Þóra Pétursdóttir, fornleifafræðingur og formaður AkureyrarAkademíunnar
Markmiðið er að virkja sem flesta íbúa svæðisins í aðdraganda og á sjálfum Fólkvanginum.
Viltu vera með? Viltu fylgjast með?
Örþingið er öllum opið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.