31.8.2010 | 17:13
Rabbabari í ýmsum myndum.
Listsýningin Rabbabarinn opnaði í Ketilhúsinu, Akureyri á Akureyrarvöku 28. ágúst sl.
Guðrún Hadda Bjarnadóttir og Anna S. Hróðmarsdóttir sýna þar rabbabarann í málverkum, myndverkum, vefnaði og leirmunum.
Hér er á ferðinni einstök sýning, þar sem rabbabari er viðfangsefnið í allri hugsanlegri og óhugsanlegri mynd, s.s. þurkaður rabbabaraskúlptúr á vegg, ofinn rabbabari í hör, dúkar, teppi og uppskriftabækur, málverk og ljósmyndir af rabbabara, leirílát í litum rabbabarans undir afurðir rabbabarans s.s. saft, grauta og sultur og fleira og fleira.
Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17 og stendur til 12. september.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.