FORNAR KVENRADDIR í Laxdalshúsi fimmtudaga og laugardaga í ágúst.

Fimmtudaga kl. 18 og 20 og laugardaga kl. 16 og 18 eru sögustundir með þeim Þórunni hyrnu á fyrri tímanum og Heiði völvu á seinni.
 
Það er tilvalið að bregða sér af bæ, kynnast sögu þessara fornu kvenna örlítið og fá sér á milli atriða bita af smáréttamatseðli Laxdalshúss. Laxdalshús er elsta hús Akureyrarbæjar, fallegt hús með ljúfhrjúfa sál.
Hvor sögustund er rúmur hálftími og svo er smáspjall á eftir þannig að hvor dagskrá er u.þ.b. klukkutími.  Verð á hvora sýningu er kr.1500 en 2500 á báðar sýningarnar.
Fastir sýningartímar í ágúst verða á fimmtudögum kl.18 og 20 og auk þess laugardaga kl.16 og 18. Auk þess geta hópar bókað sérsýningar hvort sem er á íslensku eða ensku, aðra sögustundina eða báðar.
Af matseðlinum get ég hiklaust mælt með bláskelinni sem er mitt uppáhald ásamt hrossakjötsþynnunum ... en auk þess er sjávarréttasúpan alltaf ljúffeng og plokkfiskurinn skemmtilegur og svo margt annað. Þá er hægt að fá sér kökubita og kaffi, te eða kakó... ef það hentar betur. 
Sjá nánar um kvennaraddir fortíðar á heimasíðu Vanadísar www.vanadis.is
Valgerður H. Bjarnadóttir
Vanadís - rætur okkar, draumar og auður
Auður Valgerðar ehf.
AkureyrarAkademíunni
Þórunnarstræti 99
600 Akureyri
 mailto:vanadis@vanadis.is
www.vanadis.is
sími 895 3319
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband