15.7.2010 | 11:09
Mardöllur í Gásakaupstað 17.-20.júlí 2010
Gásir við Eyjafjörð eru einstakur staður 11 km norðan við Akureyri. Gásakaupstaður, verslunarstaður frá miðöldum eru friðlýstar fornleifar í umsjón Fornleifaverndar ríkisins. Á staðnum má sjá einstakar rústir þessa forna kaupstaðar sem voru við lýði allt frá 12.öld og jafnvel allt að því að verslun hófst á Akureyri á 16. öld. sbr. : http://gasir.is
Margar Mardöllur munu vera þar á staðnum og endurvekja líf, handverk og dagleg störf kvenna í kaupstaðnum og þar munu þær vinna og sýna; málm, ull, leir, bein, horn, skinn og Völvan verður að störfum, svo eitthvað sé nefnt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.