TENGJA - myndverk eftir Hrefnu Harðardóttur

TENGJA

-Myndverkið samanstendur af tólf ljósmyndum af konum sem eru búsettar við Eyjafjörð og eru allar virkar í menningarlífi Akureyrar. Myndirnar eru svart/hvítar með einum lit þar sem við á og þær eru rammaðar inn af efnisvafningum með vísun í menningu kvenna.

-Hver kona valdi sér einn hlut sem tengist þeim á einhvern hátt, eitthvað sem þeim þykir vænt um, eða hafa fundið, fengið gefins eða haft áhrif á þær.

-Konurnar tengjast einnig bæði innávið og útávið sem vinkonur, frænkur, mæðgur, vinnufélagar, kollegar, kórfélagar og sem sterkir og litríkir einstaklingar í sínu umhverfi. 

-Einnig kemur úr ljósmyndabók af sýningunni og getur fólk pantað hana beint hjá Hrefnu.

 

 

Hrefna Harðardóttir stundaði nám á myndlistarbraut MA (stúdent 1989) og útskrifaðist frá Leirlistardeild MHÍ eftir nám árin 1992-95  og lauk B.Ed kennaranámi frá Listaháskóla Íslands 2007.

Hún hefur sótt mörg námskeið í grafík, ljósmyndun og leirlist í Frakklandi, Ítalíu, Ungverjalandi, Danmörku og Englandi og haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum víða um land og erlendis. Hún er félagi í Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Myndlistarfélaginu og Leirlistarfélagi Íslands. Hrefna starfar á eigin verkstæði í Listagilinu Akureyri.

 

Nánari upplýsingar veitir Hrefna í síma 862 5640 eða tölvupósti: hrefnah@simnet.is

Einnig á heimasíðu Hrefnu: http://www.simnet.is/hrefnah

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband