25.6.2010 | 00:05
Fornar sagnir og spár í Laxdalshúsi
Kvennaraddir fortíðar varpa ljósi á rætur okkar í elsta húsi Akureyrar
Valgerður H. Bjarnadóttir í hlutverki völvunnar Heiðar og Þórunnar hyrnu
Sögustund undir súð í Laxdalshúsi, þar sem farið verður á fund við konur sem tengjast fornum rótum Íslendinga. Hvor sögustund er klukkutími.
Vanadís hefur nú tekið höndum saman við aðstandendur Laxdalshúss og stendur fyrir sögustundum í sumar þar sem fornar kvennaraddir þeirra Þórunnar hyrnu og völvunnar Heiðar hljóma aftur eftir meira en þúsund ár.
Þórunn segir eigin sögu og sögu síns tíma, Heiður segir söguna sem sett er fram í Völuspá og fyllir í skörðin.
Gaman væri að sjá þig í á Söguloftinu í Laxdalshúsi einhvern tíma í sumar.
Meðfylgjandi er yfirlit yfir tímasetningar sögustundanna næstu daga, en fljótlega verða settir niður fastir tímar og verða þeir auglýstir á heimasíðunni minni www.vanadis.is Fylgstu með.
Sögustundirnar eru hluti af viðburðaröð Mardallar, Vitið þér enn eða hvað?
Valgerður H. Bjarnadóttir
Vanadís - rætur okkar, draumar og auður
Auður Valgerðar ehf.
AkureyrarAkademíunni
Þórunnarstræti 99
600 Akureyri
mailto:vanadis@vanadis.is
www.vanadis.is
sími 895 3319
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.