14.1.2010 | 13:27
Anna Gunnars sýnir Mikado í Ráðhúsinu á Akureyri
Föstudaginn 15. janúar klukkan 12 opnar listakonan Anna Gunnarsdóttir sýningu í Gallerí Ráðhús sem er staðsett í bæjarstjórnarsal ráðhússins. Sýninguna nefnir hún MIKADO. Verkin á sýningunni eru unnin út frá japanska spilinu mikado þar sem leikmenn spila með prik. Öll verkin á sýningunni eru unnin með shibori tækni og indigo lituð. Shibori er gömul japönsk tækni sem notuð er við það að búa til munstur á efni sem síðan eru lituð. Efnin eru sett á pappa hólka sem lokið hafa sínu starfi að halda textil efnum og fá nýtt hlutverk í leik sem listaverk á vegg. "Þetta er leikur minn með mikado spil" segir Anna.
Anna Gunnarsdóttir lærði textilhönnun á Íslandi og Danmörk auk þess að hafa sótt fjölda námskeiða um textil. Hún hefur síðari ár aðallega fengist við vinnslu á þæfðri ull og textil. Hún blandar saman nytjavöru, myndlist og fatahönnun með þessum miðlum. Anna á að baki fjölda sýninga víðs vegar um heim og hefur hlotið verðlauna og viðurkenningar fyrir verk sín. Hún er annar eigandi gallerý Svartfugl og Hvítspóa í miðbæ Akureyrar og er félagi í Textílfélaginu, Myndlistarfélaginu og Sambandi íslenskra myndlistarmanna auk þess að vera félagsfreyja í Mardöll - félagi um menningararf kvenna. Anna var valin bæjarlistamaður Akureyrar árið 2008.
Nánari upplýsingar veitir Anna í síma 897 6064 eða tölvupósti : anna.design@nett.is
Anna Gunnarsdóttir lærði textilhönnun á Íslandi og Danmörk auk þess að hafa sótt fjölda námskeiða um textil. Hún hefur síðari ár aðallega fengist við vinnslu á þæfðri ull og textil. Hún blandar saman nytjavöru, myndlist og fatahönnun með þessum miðlum. Anna á að baki fjölda sýninga víðs vegar um heim og hefur hlotið verðlauna og viðurkenningar fyrir verk sín. Hún er annar eigandi gallerý Svartfugl og Hvítspóa í miðbæ Akureyrar og er félagi í Textílfélaginu, Myndlistarfélaginu og Sambandi íslenskra myndlistarmanna auk þess að vera félagsfreyja í Mardöll - félagi um menningararf kvenna. Anna var valin bæjarlistamaður Akureyrar árið 2008.
Nánari upplýsingar veitir Anna í síma 897 6064 eða tölvupósti : anna.design@nett.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.