Anna Gunnarsdóttir opnar sýningu!!

Chakra

Anna Gunnarsdóttir opnar sýninguna "Chakra" á Café Karólínu laugardaginn 9. janúar klukkan 15.

Chakra er úr Sanskrít og þýðir hringur eða hringrás og táknar orkustöðvar líkamans. Verkin eru sjö og eru þau unnin út frá litum og formum orkustöðvanna. Þau eru vafin með þráðum og formuð eftir alda gamalli tækni og sum þeirra lýsa í myrkri.

Anna stundaði nám við Verkmenntaskólann á Akureyri auk þess hefur hún sótt fjölda námskeiða í Danmörk, Englandi og fleiri löndum. Hún vinnur verk sín í ull, silki, leður og fiskiskinn. Anna starfrækir vinnustofu sína og sýningaraðstöðu, Svartfugl og Hvítspóa, í miðbæ Akureyrar. Anna er félagi í Textílfélaginu, Myndlistarfélaginu og Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Hún  á að baki fjölda einkasýninga og samsýninga heima og erlendis auk þess hefur hún fengið viðurkenningar fyrir verk sín.

Árið 2008 var Anna valin bæjarlistamaður Akureyrar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband