Færsluflokkur: Bloggar
14.1.2010 | 13:27
Anna Gunnars sýnir Mikado í Ráðhúsinu á Akureyri
Anna Gunnarsdóttir lærði textilhönnun á Íslandi og Danmörk auk þess að hafa sótt fjölda námskeiða um textil. Hún hefur síðari ár aðallega fengist við vinnslu á þæfðri ull og textil. Hún blandar saman nytjavöru, myndlist og fatahönnun með þessum miðlum. Anna á að baki fjölda sýninga víðs vegar um heim og hefur hlotið verðlauna og viðurkenningar fyrir verk sín. Hún er annar eigandi gallerý Svartfugl og Hvítspóa í miðbæ Akureyrar og er félagi í Textílfélaginu, Myndlistarfélaginu og Sambandi íslenskra myndlistarmanna auk þess að vera félagsfreyja í Mardöll - félagi um menningararf kvenna. Anna var valin bæjarlistamaður Akureyrar árið 2008.
Nánari upplýsingar veitir Anna í síma 897 6064 eða tölvupósti : anna.design@nett.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2010 | 16:32
Lífsvefurinn - 60 klst nám fyrir konur
Skráning og nánari upplýsingar í síma 895 3319 eða netfanginu vanadis@vanadis.is
Valgerður H. BjarnadóttirVanadís rætur okkar, draumar og auðurAuður Valgerðar ehfAkureyrarAkademíunniÞórunnarstræti 99600 AkureyriIceland Tel: +354 895 3319
Mailto:valgerdur@vanadis.iswww.vanadis.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2010 | 11:55
Anna Gunnarsdóttir opnar sýningu!!
Anna Gunnarsdóttir opnar sýninguna "Chakra" á Café Karólínu laugardaginn 9. janúar klukkan 15.
Chakra er úr Sanskrít og þýðir hringur eða hringrás og táknar orkustöðvar líkamans. Verkin eru sjö og eru þau unnin út frá litum og formum orkustöðvanna. Þau eru vafin með þráðum og formuð eftir alda gamalli tækni og sum þeirra lýsa í myrkri.
Anna stundaði nám við Verkmenntaskólann á Akureyri auk þess hefur hún sótt fjölda námskeiða í Danmörk, Englandi og fleiri löndum. Hún vinnur verk sín í ull, silki, leður og fiskiskinn. Anna starfrækir vinnustofu sína og sýningaraðstöðu, Svartfugl og Hvítspóa, í miðbæ Akureyrar. Anna er félagi í Textílfélaginu, Myndlistarfélaginu og Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Hún á að baki fjölda einkasýninga og samsýninga heima og erlendis auk þess hefur hún fengið viðurkenningar fyrir verk sín.
Árið 2008 var Anna valin bæjarlistamaður Akureyrar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2009 | 22:59
Jólabazar „Undir Kerlingu“.
Í landi Fífilbrekku, Eyjafjarðarsveit
verður haldinn jólabazar fyrstu aðventuhelgina
28. og 29. nóv. kl. 12.00 16.00
Boðið upp á ýmiss konar listmuni, gómsæta vöru, uppákomur 
og draumaspeglanir í fallegu umhverfi.
Jólabazarinn er haldinn í samstarfi við
Mardöll félag um menningararf kvenna
Keyrt er fram Eyjarfjarðarsveit þar til komið er undir Kerlingu, þar kvíslast vegurinn, þá er beykt til hægri upp Möðrufellsleiðina í stað þess að keyra áfram að Grund sem blasir við rétt sunnar. Turninn sem er á myndinni blasir við í hæðinni fyrir ofan veg, í landi Fífilbrekku.
Nánari upplýsingar hjá Höddu í síma 8998770 og hadda@mi.is
Bloggar | Breytt 26.11.2009 kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2009 | 22:52
Dansandi skrokkar í Hvalasafninu Húsavík.
Listakonurnar Anna Richardsdóttir og Sigurbjörg Eiðsdóttir bjóða uppá nýstárlega sýningu í Hvalasafninu á Húsavík.
Verkið nefnist Skrokkar og er frumsamið og verða aðstandendur verksins með opið hús í safninu sunnudaginn 22. nóvember n.k. þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að skoða verkið í vinnslu, spjalla við listakonurnar að störfum og sjá brot úr flutningi þess.
Þráður verksins er að hluta til sóttur í sögu hússins, en það var á sínum tíma byggt sem sláturhús og var það aðalstarfsemin í húsinu til ársins 1972.
Innan ramma verksins er því unnið með líf og dauða, ást og ótta og hin ýmsu störf úr sláturhúsinu, sem verða kveikjur að þeim tangó sem stiginn er af persónunum er koma fram í sýningunni.
Anna Richardsdóttir, sem hefur um árabil flutt verk sín í dansspuna, sér um flutning á dansgjörningnum en Sigurbjörg Eiðsdóttir sér um innsetningar í rými safnsins. Stefnt er að því að sýna verkið í heild sinni á vormánuðum 2010.
Safnið verður opið frá kl 13:00 til 15:00 og flutt verður brot úr verkinu kl. 14:00.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Í tilefni dagsins verður Gamli baukur á Húsavík með vöfflur og drykki til sölu.
Bloggar | Breytt 19.11.2009 kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2009 | 23:13
DÍSIR í DaLÍ-gallerí, Brekkugötu 9
Áfram heldur viðburðaröð Mardallar:
DÍSIR - Ljósmyndasýning
HREFNU HARÐARDÓTTUR
í DaLí-gallerí Brekkugötu 9, Akureyri
Opnun 24. október, fyrsta vetrardag kl. 14-17
Undanfarin ár hefur Hrefna verið að móta í leir, myndir af fornum gyðjum og þannig reynt að skilja formæður sínar og heiðra kvenmenningararfinn, því sagt er; án fortíðar er engin framtíð.
Að þessu sinni hefur hún valið að ljósmynda þrettán dásamlegar nútímakonur og gert þær að táknmyndum DÍSA. Með því vill hún sýna hvað konur geta verið fagrar, flottar, duglegar og klárar og hve máttur þeirra er mikill.
Menn kvöddu sumar og heilsuðu vetri með blóti, bæði til goða og vætta og ekki síst dísa og þannig kveður hún sumar og heilsar vetri á fyrsta vetrardegi árið 2009.
Sýningin hefur nú verið framlengd til sunnudagsins 15. nóvember og opnunartími er um helgar frá 14-17. Myndband í bakherbergi. Hægt er að skoða sýninguna inn um gluggana frá götunni.
Upplýsingar í síma 862-5640 og hrefnah@simnet.is
Bloggar | Breytt 3.11.2009 kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2009 | 22:28
Ársfundur - Ný forstöðufreyja
Mardallar og var það samþykkt með lófataki.
Mardallarráð skipa nú:
Guðrún Hadda Bjarnadóttir, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, Anna Gunnarsdóttir og Þorbjörg
Ásgeirsdóttir er staðgengill fyrst í stað uns önnur systir gefur kost á sér.
Voru þær samþykktar einróma.
Úr ráðinu ganga Hrefna Harðardóttir og Anna Dóra Hermannsdóttir.
Skoðunarkonur reikninga; Guðfinna Nývarðsdóttir og Katrín Jónsdóttir gáfu kost á sér áfram og var það
samþykkt einróma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2009 | 17:06
Inanna og Enhedúanna - heimsins elstu ljóð
Á nýju tungli, sunnudaginn 18. október kl. 16
Guðspekifélaginu Akureyri, Glerárgötu 32, 4. hæð (gengið inn að austan)
Valgerður H. Bjarnadóttir fjallar um Inönnu, eina elstu þekktu gyðju veraldar, hofgyðjuna Enhedúönnu, elsta þekkta ljóðskáld veraldar, og ljóðin sem varðveita 5000 ára trú og tilfinningar .
Inanna eða Ishtar, sem kölluð var drottning himins og jarðar, var dýrkuð í Miðausturlöndum, og raun öllum þeim menningarheimi sem hin fornu stórveldi Súmería og Babýlónía höfðu áhrif á, um árþúsunda skeið.
Hugmyndir um þessa gyðju frá því fyrir 5000 árum eru vel kunnar vegna þess að Súmerar skráðu manna fyrst hugmyndir sínar, trú og tilfinningar í ljóð sem hafa varðveist. Ljóðin sem fjalla um Inönnu eru flest hefðbundin goðsagnakvæði, sem segja sögu goða og kynjavera, og samskipti þeirra við mennska konunga og drottningar. Þau gefa því mynd af menningu þessa tíma og hugmyndum þeirra um þróun mannkyns og eðli æðri máttarvalda. Hins vegar eru ljóð Enhedúönnu, æðstu hofgyðju Súmeríu, rituð um 2300 fyrir Krist. Enhedúanna tilbað Inönnu, en þjónaði í hofi foreldra hennar, Mánaparsins Nanna og Ningal. Ljóðin eru mjög persónuleg, segja sögu hofgyðjunnar, ekki síður en gyðjunnar, eru þrungin tilfinningum. Í þeim má greina skýra, en mótsagnakennda mynd af gyðjunni, auk þess sem þau gefa mynd af samfélaginu, eftirsóknarverðum gæðum og aðsteðjandi ógnum. Enhedúanna undirritaði ljóð sín og er því elsta þekkta ljóðskáld heimsins, og ljóðin væntanlega einnig elstu persónulegu ljóð sem varðveist hafa. Þau fundust í fornleifauppgreftri í hinni fornu menningarborg Úr í upphafi 20.aldar, en eru þó enn vandlega varðveitt leyndarmál.
Valgerður H. Bjarnadóttir er með MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu með áherslu á norræna goðafræði og gyðjutrú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2009 | 14:56
Mardöll í Víðu og breiðu á ruv.is
Valgerður H. Bjarnadótti fráfarandi forstöðufreyja var í viðtali í Vítt og breitt á Rúv, þriðjudaginn 13. okt. eldsnemma um morgun. Svo ef einhverjar ykkar hafa misst af, þá getið þið smellt á slóðina hér að neðan og hlustað í tölvunni í uþb. 2 vikur.
http://dagskra.ruv.is/ras1/4511521/2009/10/13/2/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2009 | 17:07
Ársfundur Mardallar
Verður haldinn í AkureyrarAkademíunni 12. október 2009 kl. 17:00
Á dagskrá fundarins, auk venjulegra ársfundarstarfa, verður litið yfir farinn veg, þ.á.m. viðburðaröðina Vitið þér enn - eða hvað?, horft til framtíðar og nýjar félagskonur ganga í félagið.
Allar konur með áhuga á menningararfi kvenna eru velkomnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)